Ársskýrsla 2023

AR2023 Annual Report Cover Marel

Ársskýrsla Marel fyrir árið 2023 er komin út.

Í ársskýrslunni má finna yfirgripsmikla umfjöllun um Marel sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu.

Síðustu 40 ár hefur félagið vaxið og dafnað frá því að vera hugmynd í Háskóla Íslands yfir í alþjóðlegan leiðtoga á sínu sviði. Stuðningur hluthafa hefur þar skipt sköpum og starfsemi Marel hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg.

Hjá Marel starfa um 7.500 manns í yfir 30 löndum, þar af um 800 á Íslandi. Starfsfólk Marel er okkar mikilvægasta auðlind. Ástríða fyrir nýsköpun, áræðni og kraftur er lykillinn að áframhaldandi vexti og velgengni félagsins.

Með öflugri nýsköpun höfum við kynnt til sögunnar byltingarkenndar hátæknilausnir með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Þannig stuðlum við að framþróun og verðmætasköpun í allra þágu.

Í skýrslunni má einnig finna aukna umfjöllun um sjálfbærni og okkar vegferð í átt að kolefnishlutleysi árið 2040, en loftslagsmarkmið- og aðgerðir Marel styðjast við viðurkennd vísindaleg viðmið (SBTi).

Heimsækja ársskýrsluvef

 

Sækja PDF


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password